Mágur minn er mótorhjólatöffari og er Snigill. Í leyni hef ég öfundað hann af þessum félagsskap og sérstaklega af samstöðu þeirra. Hún kristallast í því að í hvert skipti sem mótorhjólamenn mætast á göum úti, lyfta hönd af stýri og nikka.
Ég ákvað því í gær, á leiðinni heim, að innleiða þessa hefði í reiðhjólaheiminn. Ég mætti fullt af fólki og lyfti ég hægri eða vinstri hönd eftir því sem við átti. Ég náði, þó ég segi sjálfur frá, mjög kúl nikki með höfðinu. Árangurinn var hins vegar katastrófískur. Það tók enginn undir kveðju mína og mætti ég bara augum sem störðu á mig eða augu sem reyndu að forðast að líta í mín.
Ég ber þá trú í brjósti að þessum skorti á undirtektum sé ekki beint persónulega að mér heldur þurfi ég að þróa kveðjuna þar til að ég hitti á hina einu réttu, sem allir reiðhjólamenn geta tileinkað sér. Ég læt ykkur vita um framvindu málsins.
fimmtudagur, 15. maí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Sorrí að ég skyldi ekki nikka til baka. Maður vill bara reyna að halda þessu inni á skrifstofunni skilurðu. Ekkert illa meint.
Skrifa ummæli