Þessi færsla hefur ekkert með málefni hjólreiðamanna að gera, en taldi að hún gæti þótt gagnast einhverjum. Hún sýnir á svolítið spaugilegan hátt hvernig er komið fyrir okkar allsnægtarþjóðfélagi. Dóttir mín, 9 ára, spurði mig um helgina eftirfarandi spurningu: "Pabbi, ef þú værir guð, myndir þú láta krónuna hækka?"
Ekki var spurt um viðbrögð mín við náttúruhamförum í Kína og Búrma, matarskorti í Afríku og mannréttindabrot víða um heim. Nei, það voru efnahagsmálin á Íslandi!! Það gera börnin sem fyrir þeim er haft.
ps. búinn að selja bílinn, nýbygginguna, PS3, snjósleðan, sumarhúsið, Armani jakkafötin, motorcross hjólin o.fl. til að öðlast innri ró!
þriðjudagur, 27. maí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli