Ekki er laust við að maður finni til smæðar sinnar þegar haldið er á tveimur jafnfljótum útí umferðina. Að vísu er ég þannig í sveit settur að ég þarf ekki yfir margar stórar æðar að skunda, hálf leiðin liggur um Þingholt og þéttbýl stræti sem ágætt er að ganga. En þegar kemur að stærri gatnamótum eins og þau við Sæbrautina og jafnvel sumstaðar á Snorrabraut líður manni eins og krækiberi í helvíti. Það er nefnilega tvennt ólíkt að upplifa umferðarmannvirkin innan úr einkabíl eða óvarður á götunni. Kannski mætti huga betur að upplifun einstaklingsins og öryggistilfinningar hans, til viðbótar við umferðarstaðlana þegar vegamannvirki eru á hönnunarborðinu!?
....En mikið er hressandi að ganga til vinnu snemma að morgni!
fimmtudagur, 8. maí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli