mánudagur, 19. maí 2008

Staðan


Nú hefst síðasta vinnuvika Hjólað í Vinnuna. Kappsmálið er að gefast ekki upp á lokasprettinum. Ýmsir í liðunum okkar hafa verið að detta út síðustu daga og mikilvægt að menn setjist á bak aftur. Önnur lið eru að narta í okkar forskot sem má helst ekki gerast.
Eins og staðan er núna eru það jafnvel þeir sem lengst fara sem halda uppi dögunum líka. Að vísu er undantekningin Siggi Björns sem hjólar 7 daga vikunnar. Yðar einlægur er líka nokkuð þéttur en er að vísu bara 5 daga á viku maður.
Fyrirtækið er annars búið að taka rúmlega 1050 km á götunum í heildina. Það er alveg hellingur af kílómetrum.

Engin ummæli: