fimmtudagur, 8. maí 2008
Sólarferð heim
Örtröð var á stígum í nágrenni Laugardalsins seinni partinn. Gangandi fólk, hjólandi og hlaupahjólandi. Börnin eru skemmtilegt viðfangsefni þegar maður stefnir heim hraðbyr á hjóli. Hvort sem þau eru gangandi eða hjólandi þá er ómögulegt að geta til um hvert leið þeirra muni liggja næstu sekúnduna. Þess vegna er ómæld aðgæsla ómissandi við slíkar aðstæður. Í Elliðaárdalnum flatmöguðu unglingspiltar og böðuðu sig í sólinni eftir bað í vorlegri Elliðaánni. Ég ákvað að skipta ekki niður í þriðja á leiðinni upp Skógarselið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli