þriðjudagur, 20. maí 2008

Einkabíllinn búinn að fá mikið pláss, komið að öðrum

Einkar ánægjulegt fyrir hjólreiðamenn að sjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarfulltrúa og formanna Skipulagsráðs, segja frá skoðunum sínum á samgöngum. Hún er á því eins og margir aðrir að eftir áralangt dekur við einkabílinn sé kominn tími til að huga betur að öðrum samgönguvalkostum í borginni. Hún nefnir þar sérstaklega hjólreiðar sem einn valkost.
Hægt er að sjá viðtal við hana og Ásdísi Hlökk Theódórsdóttur skipulagsfræðing í fréttum RÚV.

Engin ummæli: