Dyggir lesendur og hjólagarpar bloggsins þurfa ekki að örvænta. Við munum halda áfram okkar færslu á dag þangað til að þrekið þrýtur. Margir úr okkar hópi munu líka halda áfram að hjóla þótt einhver svindl keppni sé búin. Það væri nú gott að heyra frá fólki, hvort það ætli sér að halda áfram að hjóla út sumarið a.m.k. Svo þegar haustið kemur getum við farið að tala um veður- og hálkuvarnir. Það býður upp á mikla vöruumfjöllun sem er skemmtileg.
Í sumar verður fókusinn meira á vana og hegðun hjólreiðamannsins auk umræðu um hjólreiðakerfið. Vonandi umræðunni til upplyftingar og okkar eigin skilningi á þessu samgöngufyrirbæri sem hjólreiðar eru.
mánudagur, 26. maí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli