Í þessari fyrstu bloggfærslu lífs míns vil ég minna liðsfélaga mína á að huga að umferðarreglunum. Í morgun, þegar ég þaut eins og vindurinn á silfurfáki mínum, gleymdi ég mér í dagdraumum og hugði ekki að biðskyldumerki. Bíllinn hemlaði og ég nauðhemlaði í bleytunni. Sem betur fer var bíllinn á hægri ferð og enginn skaði hlaust af. Ég vil því nota þetta fyrsta blogg til að biðja ökumanninn á rauða Ford Explorernum afsökunar á hegðun minni. Reyndar hefði þetta ekki gerst ef viðkomandi ökumaður hefði verið duglegur eins og ég og hjólað í vinnuna.
ps. Það var reyndar mjög flott hvernig ég skransaði í bleytunni. Afturhjólið skreið til hægri, hjólið hallaði og það heyrðist rosalega flott skranshljóð.
föstudagur, 9. maí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Respect fyrir skransið!
"Reyndar hefði þetta ekki gerst ef viðkomandi ökumaður hefði verið duglegur eins og ég og hjólað í vinnuna."
-Þetta var semsagt honum að kenna;)
Skrifa ummæli