
Mótvindur er vafalítið versti félagi hjólreiðamannsins. Félagi, því á einu andartaki getur mótvindur breyst í meðvind. Vindur, hversu lítill sem hann virðist vera, hefur tilhneigingu til að verða mun sterkari þegar þeyst er af stað á reiðhjóli og jafnframt hefur hann tilhneigingu til að vera í fangið.
Er þetta ekki bara hluti af því að búa úti í miðju ballarhafi þar sem vindar eiga greiðan aðgang og eru tíðir?
Þegar hjólað er um Laugardal og hluta Elliðaárdals dettur gjarnan á dúnalogn. Trjágróður tekur vindinn í sínar hendur eða greinar og drepur á dreif.
Vinnufélagi minn, fróður mjög, segir mér á hinn bóginn að tré séu ekki vel til þess fallin að drepa niður hljóð og búa til góða hljóðvist meðfram umferðarslagæðum. Tré hafi hins vegar sálræn áhrif sem fái mann til að finnast vistlegra á hjólastíg en það raunverulega er, a.m.k. m.t.t. hljóðs.
Vissulega skyggja tré á útsýni. Útsýni er ágætt svo langt sem það nær en ég persónulega met skjól meira á stofnæðum hjólreiðakerfisins. Þetta þarf að skoða með markvissum hætti samhliða hönnun stíga og skipulagi. Vindvist, hljóðvist og sjónvist þarf því að vega saman.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli