þriðjudagur, 13. maí 2008

Löng helgi á sófanum að baki

Eftir að mestu óáhugaverða helgi leit það ekki svo vel út með hjólið. Þótt um stuttan veg sé að fara þá fannst mér freistandi að taka bara bílinn. Svo fór ég að hugsa um alla skutli túrana sem ég yrði látinn fara, sækja Ingu og Odd* hingað, keyra þau þangað, svo aftur heim og að lokum gæti ég haldið áfram að vinna. Þá var bara einfaldara að fara af stað einn og leyfa þeim að sinna sínum akstri sjálfum í dag. Það er hægt að græða ýmislegt á þessu hjólaveseni.
(* Inga er unnusta mín og Oddur sonur minn rúmra 5 mánaða)

Engin ummæli: