Á leiðinni upp Hverfisgötuna fór ég að spá hvort þetta væri ekki framtíðarhjólreiðaleið um miðborgina. Hverfisgatan er svona samgöngu öxull frá austri til vesturs. Það þyrfti þó að taka til í bílastæðamálum og gatnamótum ef vel ætti að vera.
Annars var ég að keyra bíl skömmu síðar og sá hreint ótrúlega marga á ferðinni. Á ljósunum við Kringlumýrarbraut og Háaleitisbraut voru 5 hjólreiðagarpar saman komnir á einu horninu og sá sjötti handan götunnar. Það er ekki á hverjum degi sem maður sér það í Reykjavík. Þátttakan í Hjólað í vinnuna hefur greinilega sitt að segja.
fimmtudagur, 8. maí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli