Ég mæli með greininni um Reglnarugl á göngustígum eftir Magnús Bergsson í Morgunblaðinu í morgun. Þar er fjallað um það ruglingslega umhverfi sem er á göngustígunum sem allt í einu var sumu breytt í hjólastíga líka. Þetta er að sjálfsögðu dæmi um það þegar metnaður áhrifavalda fer fram úr getu kerfisins til að takast á við breytingar. Hjólreiðakerfið hér í borginni hefur aldrei verið hannað með tilliti til hjóla sem samgöngutækja. Að breyta því með striki á malbik getur reynst óheillaspor frekar en sú framför sem til var ætlast.
(Hlekkur á greinina kemur inn síðar í dag.)
þriðjudagur, 13. maí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli