Það er alveg óhætt að mæla með lestri á blogginu hans Kára Harðarsonar, Kveðið úr kútnum.
Hann fjallar þar um ýmislegt tengt hjólreiðum og hefur m.a. komið upp um hneykslismál nýverið þar sem félag lögreglumanna græðir óbeint á því að ekki sé hægt að skrásetja hjólastell.
Reyndar má í því sambandi benda á að í Kaupmannahöfn verður maður að skrásetja hjólið sitt og hafa kvittun á reiðum höndum fyrir notuðu hjóli. Ef þetta liggur ekki fyrir getur löggan bara gert ráð fyrir því að gripurinn sé stolinn og gert hann upptækan á staðnum. Reyndar sekta þeir líka grimmt fyrir ljóslaus hjól og stundum fyrir að fara yfir á rauðu svo það er nú aðeins önnur löghlýðni þar.
miðvikudagur, 21. maí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli