miðvikudagur, 7. maí 2008

Hjólað í vinnuna 2008

Í dag 7. maí hófst átakið Hjólað í vinnuna. VSÓ Ráðgjöf, eins og fjölmörg önnur fyrirtæki og stofnanir, tekur þátt í átakinu og eru 22 starfsmenn skráðir þátttakendur. Á þessari síðu er ætlunin að skrifa pistla um eitt og annað sem tengist samgöngum og umhverfismálum og að láta hugann reika. Hugsanlega má hafa af því eitthvert gagn við skipulag samgangna til framtíðar og einnig gaman ef húmoristar taka þátt í þessu bloggi.
T.d. væri áhugavert að safna upplýsingum um það sem verður á vegi eða vegleysu hjólreiðamanna á meðan á þessu átaki stendur hvort sem það er á textaformi eða í líki mynda.

Engin ummæli: