miðvikudagur, 21. maí 2008

Auga tígursins

Ég hef því miður slegið örlítið slöku við síðustu tvo morgna. Afsakanir á hreinu, en þetta gengur ekki lengur. Mig vantar hvatningu. Það er erfitt að fá hvatningu þegar maður les skráningartöfluna. Ég með mína 2 x 3 km, meðan nokkrir eru með 2 x13 km. Það er ljóst að ef við fáum verðlaun mun fyrirliðinn ekki segja í míkrafóninn að sigurinn væri fyrst og fremst fyrir dugnað minn og ástundun. Nei, það er nokkuð ljóst.
Hins vegar má ég eiga það að í dagdraumum mínum er fullt af flottum og sigurreyfum myndbútum. Til dæmis sé ég fyrir mér að þegar ég kem inn í VSÓ síðasta dag keppninnar, með hjálminn, sveittur og blautur eftir ferðina að þá heyrist fyrst einmanna klapp. Síðan fjölgar klöppunum og á endanum hafa allir í fyrirtækinu ásamt viðskiptavinum staðið á fætur og klappa fyrir mér. Stefán, Stefán, Stefán. Í Ipodinum heyrist "Eye of the Tiger". . . . . Stundum er maður helvíti flottur.

1 ummæli:

Aus sagði...

Mundu bara eftir að vera í grárri hettupeysu - þá sést svitinn á bakinu betur.