
Sagt er frá hópi amerískra róttæklinga á Autopia blogginu á Wired. Geðþekkur hópur hjólreiðamanna ákvað að taka pláss þar sem þeir eiga það ekki á hraðbrautum í Los Angeles á háannatíma. Við búum nú ekki við mikið eftirlit á reglum um hjólreiðar á hraðbrautum hér á landi enda hraðbrautirnar fáar ef þá einhverjar.
Hins vegar man ég eftir töluverðri umræðu um þessi mál á Reykjanesbrautinni og hvort túristarnir mættu hjóla þessa vinsælu ferðamannaleið eftir að hún yrði tvöfölduð. Ekki veit ég hvort fundin var lausn á því en við Smári J. samstarfsfélagi minn vorum að aka um Reykjanesið um daginn og sáum allnokkra hjólreiðamenn bæði á veginum við Garð og líka á Reykjanesbrautinni.
Undanfarin ár, sennilega meira en áratug hafa hjólreiðamenn reglulega safnast saman í s.k. Critical Mass þar sem leitast er við að fá nógu marga hjólreiðamenn til að hjóla saman að þeir geti tekið yfir göturnar. Þessum aðgerðum má helst líkja við aðgerðir vörubílstjóra hér í borg nema að þrætueplið er plássið sem reiðhjól mega taka á götunum. Ég hef séð auglýsingar um Critical Mass hér á landi en aldrei virðist þátttakan hafa verið nægilega mikil til að það vekti neina athygli.
2 ummæli:
Málið hefur kannski ekki bara verið fjöldin. Fyrir nokkrum árum vorum við 300 að hjóla eftir Sæbrautinni, á uppstigningardag. Að vísu ekki margir róttæklingar að sjá. Frekar fjölskyldugaman í bland við að reyna að gerast sýnilegir sem samgöngumáta, og í góðri samvinnu við borgina og löggu.
Voru margir sem tóku eftir þessum 300 ?
Sniglarnir sem gera þetta árlega fá miklu meiri umfjöllun þrátt fyrir að það geti varla talist frétt miðað við það að hjólað sé í hóp pá götunum. Og þá meina ég hjólað en ekki ekið á vélfákum :-)
Fréttamiðlar virðist ekki hafa nef fyrir hjólreiðar á götum, en það er kannski eitthvað að breytast.
Stöð 2 tók viðtal við gest LHM sem talar um hjólreiðar á götu. Sjá blogg LHM.
En Saving Iceland þegar þeir lögðu undir sér akrein, fengu mikla meira athygli.
Var það málefnið ? Var það daramatíkin ? Var það hverjir þetta voru ? Eða voru þeir og eru Sniglar duglegri /betri tengdir við fjölmiðla ?
Eru þeir betri myndefni ?
- Morten
* Vef LHM
* Blogg LHM
Já ímyndar- og kynningarmál eru nú ekki þau einföldustu. Umræðan hér á landi er líka mjög naív þegar kemur að svona aktívisma. Tilgangurinn með svona Critical mass er náttúrulega bara að mótmæla og vekja athygli. Sú athygli er oftar en ekki "neikvæð" þ.e. fjallað um slæmar afleiðingar aðgerðanna svo sem umferðarstopp. Þess vegna taka "virðuleg" samtök sjaldnast þátt í svona samkundum.
Skrifa ummæli